Connect using Facebook
04.06.2018 20:15

Glænýir hóptímar í júní

 

Vilt þú svakalega brennslu, aukinn styrkleika og geggjaðar æfingar?

Þá skaltu kíkja á þessa nýju og spennandi hóptíma sem hefjast í júní!

 

Kick Fusion byrjar í Faxafeni 5. júní.

 

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 - 18:20.

 

Kennari er: Unnur Pálmarsdóttir

 

Kick Fusion er alhliða líkamsþjálfun sem byggir á þol-, styrktar- og kraftþjálfun. Hóptímarnir henta bæði byrjendum og fyrir lengra komna. Kick Fusion  er íslenskt líkamsræktarkerfi hannað af Unni Pálmarsdóttur og hefur kerfið verið vinsælt hér á landi.

 

Kick Fusion er kennt í innrauðum heitum sal við 34 gráður og það er sérstaða kerfisins að vinna vel á öllum vöðvum.  Tíminn er mjúkur - engin hopp og hentar öllum. Kick Fusion byggist á mjög góðri þolþjálfun í takt við hvetjandi tónlist sem byggir á hreyfingum úr kickboxi, HIIT og TABATA lotum sem tryggir góðan eftirbruna.Tíminn flýgur áfram á meðan þú upplifir toppbrennslu!

 

 

MMA/Cardio Kickboxing byrjar í Ásvallalaug 5. júní.

 

Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum kl 17:30 - 18:30.

 

Kennari er: Silviu Rotariu og fer kennslan fram á ensku.

 

MMA kickboxing er hraður og kraftmikill hóptími sem eykur grunnbrennslu og styrkleika. Markmið þessa boxtíma er að bæta líkamlegt þol, læra sjálfsvarnartækni og auka eigið sjálfstraust.

 

Cardio Boxing er HIIT þjálfunarkerfi sem ætlað er til þess að ná vel upp púlsinum og brenna kaloríum. Farið verður í grunnatriði boxþjálfunnar, þar á meðal réttar handa- og fótahreyfingar.

 

 

Ætlar þú að skrá þig? Skráðu þig í tíma hér