Connect using Facebook
13.03.2018 10:10

Tveir ofurtímar í Faxafeni 15. mars

Það verða tveir ofurtímar í Faxafeni 15. mars!

 

Best of Body Pump tími og glænýr danstími sem heitir Groove FX. 

 

Best of Body Pump tími kl 17:15-18:15 - Kennarar eru : Anthony Forsyth erlendur gestakennari og Magnús.

 

Groove FX kl 19:00-20:00 - Kennarar eru : Neil Bates erlendur gestakennari, Unnur Pálmars og Guðný. - Frítt í tímann, allir velkomnir!

 

Anthony Forsyth                                                             Neil Bates 

  

        Unnur Pálmars                                                              Magnús og Guðný

 

 

Body Pump er hóptími sem byggir á lóðum, þróaður til að móta, tóna og styrkja allan líkamann.  Body Pump var þróað af Phillip Mills, stofnanda Les Mills, árið 1991 og hefur verið afar vinsælt allar götur síðan og er nú kennt í 10.000 líkamsræktarstöðvum í yfir 70 löndum. Hver Body Pump tími er 60 mínútur og inniheldur átta mismunandi æfingalög fyrir ákveðna vöðvahópa auk upphitunar- og slökunarlaga.Í tímanum eru gerðar æfingar með lóðum og stöngum við taktfasta tónlist en þáttakendur velja sjálfir sínar þyngdir eftir æfingum og sínum persónulegu markmiðum. Unnið er með vöðvahópana hvern fyrir sig eftir ákveðnu kerfi sem inniheldur m.a. hnébeygjur, bekkpressu, réttstöðulyftu og framstig. Sérstök áhersla er lögð á margar endurtekningar en hver æfing er gerð 80-120 sinnum.

 

 

Groove FX er danstími sem einkennist af einföldum og skemmtilegum sporum í anda Zumba og fleiri dansa. Neil kennir hér Groove FX líkamsræktarkerfið sem hann hannar fyrir TRAIN FITNESS í Bretlandi.  Groove FX hefur farið sigurför um Bretland og IDEA ráðstefnuna í USA. Hér er blandað saman dansi, Jazz, Hip/Hop, Funki, þolfimi á gólfi, og góðri brennslu.  Groove FX er danstími sem fær þig til að svitna, njóta og skemmta þér.

 

 

Ert þú búin/nn að skrá þig?