Connect using Facebook
05.02.2018 16:51

Tímar í heitum sal

Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar farið er í tíma í heitum sal.

Mikilvægt að drekka vatn!

 

Á þessum árstíma er afskaplega notarlegt að skella sér í tíma í heitum sal. 

Fjölbreytt úrval af tímum eru í boði, bæði slökun og meira krefjandi tímar. 

 

Hér eru nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga þegar æft er inni í heitum sal : 

  • Gott er að drekka vatn fyrir tímann, á meðan á honum stendur og eftir tímann. 
  • Skylda er að koma með eigið handklæði til þess að leggja ofan á dýnurnar. 
  • Frjálst er að taka með sína eigin yoga dýnu í tímann. 
  • Óæskilegt er að vera í skóm inni í heitum sal, skó er hægt að geyma í skápum inni í klefa. 
  • Gott er að vera í léttum og þægilegum íþróttafatnaði. 
  • Taktu með þér góðan vatnsbrúsa.
  • Hlustaðu á líkamann : Ef þér líður illa í tímanum taktu þér þá smá pásu, hvíldu þig, fáðu þér vatn, yfirgefðu salinn ef þess þarf. 
  • Nýjum iðkenndum er ráðlagt að taka því rólega fyrstu skiptin og leyfa líkamanum að venjast hitanum. 

 

Ef eitthvað skyldi gleymast heima eða ef ykkur einfaldlega vantar þá er hægt að kaupa yoga dýnur, yoga handklæði og brúsa í afgreiðslunni í stöðvum okkar. 

 

Ætlar þú að skrá þig í heitan tíma í vikunni? Kíktu á úrvalið í hóptímatöflunni!