Connect using Facebook
11.01.2018 10:48

Body Pump MasterClass tími kl 12:00 laugardaginn 13.janúar

Frumflutningur á Body Pump 104

Body Pump MasterClass tími

 

Á laugardaginn 13.janúar verður Body Pump MasterClass tími kl 12:00-13:00 þar sem Body Pump 104 verður frumflutt í Reebok Fitness Faxafeni.

 

Kennarar eru : Magnús og Magga Björns

 

BodyPump er hóptími sem byggir á lóðum, þróaður til að móta, tóna og styrkja allan líkamann. Body Pump var þróað af Phillip Mills, stofnanda Les Mills, árið 1991 og hefur verið afar vinsælt allar götur síðan og er nú kennt í 10.000 líkamsræktarstöðvum í yfir 70 löndum. Upphaflega hugmyndin hjá Philip var að fá karlmenn til að koma í hóptíma með því að höfða sérstaklega til þeirra en fram að því höfðu konur verið í miklum meirihluta iðkenda hóptíma.

Hver Body Pump tími er 60 mínútur og inniheldur átta mismunandi æfingalög fyrir ákveðna vöðvahópa auk upphitunar- og slökunarlaga. Eins og með öll Les Mills kerfi eru æfingarnar fyrirfram ákveðnar og þróaðar af Les Mills International, þannig að tímarnir eru eins hvar sem er í heiminum.

Í tímanum eru gerðar æfingar með lóðum og stöngum við taktfasta tónlist en þáttakendur velja sjálfir sínar þyngdir eftir æfingum og sínum persónulegu markmiðum. Unnið er með vöðvahópana hvern fyrir sig eftir ákveðnu kerfi sem inniheldur m.a. hnébeygjur, bekkpressu, réttstöðulyftu og framstig. Sérstök áhersla er lögð á margar endurtekningar en hver æfing er gerð 80-120 sinnum. Þessa aðferð viðnámsþjálfunnar kallar Les Mills THE REP EFFECT en hún hefur komið afar vel út úr samanburðarrannsóknum mismunandi þjálfunaraðferða. Með því að leggja áherslu á margar endurtekningar eykst fitubrennsla á sama tíma og þátttakendur styrkjast sem skilar sér í vel tónuðum líkama.