Connect using Facebook

Einkaþjálfarar Reebok Fitness

Einkaþjálfarar Reebok Fitness hafa allir mismunandi áhuga- og sérsvið og ættu því allir að geta fundið þjálfara við hæfi. Hafðu samband við þjálfara í tölvupósti og taktu fram hvaða markmið þú hefur og athugaðu hvað hann getur gert fyrir þig. 

Mundu líka að taka fram á hvaða tímum þú vilt æfa.

Þótt einkaþjálfarar Reebok Fitness séu að mörgu leyti ólíkir þá vinnum við saman sem ein heild. Okkar markmið er að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir þig. Það gerum við með því að tala saman, deila fróðleik og vera stöðugt að endurmennta okkur.

Einkaþjálfarar Reebok starfa sjálfstætt. Allar greiðslur berast beint til þjálfara og fara ekki í gegnum Reebok Fitness. Þjálfari og viðskiptavinur semja um hvernig greiðslum er hagað. 

 


Listi yfir einkaþjálfara

Ingi Sigurður Svansson

Ég tek að mér einkaþjálfun og hópþjálfun fyrir alla aldurshópa, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir. Ég legg áherslu á lyftingar þar sem ég fer yfir undirstöðuatriði og tækni sem þarf til þess að ná sem bestum árangri. Þjálfunin er fagleg og einstaklingsmiðuð og legg ég mikinn metnað í að styðja þig sem best, hvort sem þú viljir grennast, styrkjast eða koma þér í almennt líkamlegt form. Við setjum okkur markmið og vinnum svo að því í sameiningu.

 

Þjálfa í Holtagörðum, Lambhaga, Salalaug og Kópavogslaug.

 

Ég er hérna fyrir þig, hlakka til að heyra frá þér.

 

Menntun:

ISSA: International Sports Science Association, einkaþjálfa réttindi

 

Reynsla:

8 ár í körfubolta

Stundað lyftingar til margra ára

Hafðu samband:

Sími: 6186750

Netfang: ingisig0705@hotmail.com

Gyða Rós Freysdóttir

Ég tek að mér einka- hóp- og fjarþjálfun fyrir byrjendur og lengra komna.

Fjölbreytt æfingarprógröm sem eru sniðin að þínum þörfum.

Endilega hafðu samband ef ég get hjálpað þér að ná þínum markmiðum! 

Ég þjálfa í Lambhaga.

Menntun:

ÍAK einkaþjálfari 2018

 

Facebook síða Gyðu Rósar

Hafðu samband:

Netfang: gydaros90@gmail.com

Heiðar Logi Sigtryggsson

Einka og endurhæfingaþjálfari.

Ég er staðsettur í Reykjavík og hef unnið sjálfstætt sem Rehabtrainer á Akranesi , Írlandi og Reykjavík síðustu 12 ár.

Vann sem afreksþjálfari hjá Íþróttabandalagi Akraness í 4 ár. Hélt utan um styrktar og tækniþjálfun hjá afreksfólki í knattspyrnu , körfuknattleiks og sunddeild þar. Var styrktar og tækniþjálfari Ingu Elín Cryer margföldum íslandsmeistara í sundi í 7 ár. Þjálfaði einnig Kára og 3 og 4 flokk karla í knattspyrnu hjá ÍA. 

Var starfsmaður Latabæ á Íslandi í 3 ár . Hélt utan um íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 3-6 ára á Akranesi og Borgarnesi.
Var Íþróttaálfur þar í bæjum

Vann hjá Virk og Hver. Vann með sjúklinga með andleg og líkamleg vandamál . Sá þá hvað hreyfing getur verið betri en nokkur önnur lyf. 

Hef stundað margar Íþróttir sjálfur allar með góðum árangri. 
Samkvæmisdansa á heimsvísu sem unglingur. Spilað knattspyrnu með mörgum liðum. Frjálsar Íþróttir sem barn og unglingur svo fátt eitt sé nefnt. 

Menntun

-World class einkaþjálfaraskóli
-IAK einkaþjálfari (Keilir)
-IAK íþróttaþjálfari (Keilir)

Námskeið

-Rehab training (Írlandi)
-Trigger points (Írlandi)
-Ólympískar lyftingar (Keilir)
-Speed and agility 
-Foam roller (Bandvefslosun) (Írlandi)
-Spinning Instructor (Írlandi)
-Latibær Álfur 
-Ksí knattspyrnuréttindi 1.2.3

Sérsvið 

Stoðkerfavandamál, líkamsstöðuleiðrétting,
almenn styrkarþjálfun, líkamsmótun, fitubrennsla og næring fólk í íþróttum og daglegu lífi. 

Fókusa á Rehab eða endurhæfinga. Hef unnið með fólk með meiðsli með góðum árangri.  Jafnt afreksfólk sem og aðra. Hef unnið náið með mörgum sjúkraþjálfurum hérlendis og erlendis. 
Nota mikið bandvefslosun og trigger points aðferðafræði. 

Tænki í líkamsbeitingu í líkamsrækt og svo í daglegu starfi. 

Hraðaþjálfun . Hvernig hægt er að ná sem bestum árangri úr henni. 

Þjálfað í 12 ár .

Hafðu samband:

Sími: 8620018

Netfang: rehabtraining1980@gmail.com

Skúli Pálmason

ÍAK einkaþjálfari og sjúkraþjálfari með 8 ára reynslu af þjálfun.

 

Sérsvið: Einstaklingar sem eiga við einhver meiðsl að stríða en vilja að læra lyfta í kringum vandamálin.

 

Skúli þjálfar einungis í sundlaug Kópavogs en býður einnig upp á ýmsa þjálfun í gegnum netið og í samstarfi við aðra þjálfara. Kíktu á vefsíðuna fyrir frekari upplýsingar.

 

Heimasíða: Styrktarklúbburinn

Hafðu samband:

Netfang: skuli@styrktarklubburinn.is

Sara Mjöll Sigurðardóttir - í leyfi

Ég býð upp á einka-, hóp- og fjarþjálfun fyrir stelpur og stráka sem vilja léttast og/eða styrkjast, byggja upp og tóna vöðva. Legg mikla áherslu á lyftingar og hafa þjálfunina einstaklinsmiðaða og sniðna að þínum markmiðum.

Finnst mikilvægt að hafa þjálfunina fjölbreytta og skemmtilega. Ég styð þig í gegnum ferlið, gott aðhald og eftirfylgni.

 

Menntun:

ÍAK Einkaþjálfari

Hafðu samband:

Sími: 770-3567

Netfang: https://www.facebook.com/thjalfunsaramjoll/

Þórey Helena Guðbrandsdóttir

ATH: Það er fullbókað í þjálfun eins og er

 

Tek að mér konur á öllum aldri og býð upp á einka og fjarþjálfun. Ég legg mikið upp úr styrktarþjálfun með áherslu á að kenna rétta beitingu og gott form. Þjálfunin mín byggist á alhliða heilbrigði þar sem æfingar, næring og andleg líðan skipar allt sinn sess. Hef reynslu af því að vinna með konum með stoðkerfisvandamál þar sem ég legg mikið upp úr réttri líkamsbeitingu.

Persónuleg og fagleg þjónusta.

 

Þjálfa í Holtagörðum og Lambhaga.

 

Menntun:

Einkaþjálfaraskóli World Class 2015

Er að læra íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands.

Crossfit Level 1

 

Heimasíðawww.nstf.is

Hafðu samband:

Sími: 662-5956

Netfang: thorey@nstf.is

Linda Björk Árnadóttir

Tek að mér einstaklinga á öllum aldri, á öllum getustigum í einkaþjálfun, paraþjálfun eða hópþjálfun (2-4). 

Persónuleg þjálfun með áherslu á góða tækni, hugarfar, almenna vellíðan og heilbrigðan lífstíl. Þú svarar spurningarlista, við setjum upp markmið og ég bý til einstaklingsmiðaða æfingaráætlun. 

Taktu skrefið og við gerum þetta saman. Ég býð upp á frían viðtalstíma.

Þjálfa í Salalaug og Urðarhvarfi. 

 

Menntun:

ÍAK einkaþjálfari 2017

Þjálfaranámskeið A, B og C hjá Fimleikasambandi Íslands

 

Reynsla:

13 ár í fimleikum

Hafðu samband:

Sími: 894-3241

Netfang: lba1@keilir.net

Lukasz Kazimierczuk

A young, energetic and conscientious trainer with several years of experience in the gym.

If you want to strengthen your body, lose weight or build muscle mass I invite you to the lessons. 

"You do not have to be great to get started, but you have to start to be great." 

 

Education:

Completed course of a personal trainer at Polish Academy of Development and Sport. 

I studied at the Military University of Technology where I was developing in many fields of sport under the supervision of the military. 

Hafðu samband:

Sími: 776-0139

Netfang: kazimierczuk92@gmail.com

Árný Andrésdóttir

Tek að mér einka- og hópþjálfun fyrir alla aldurshópa. Ég hef mikinn áhuga á að aðstoða aðra að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl og ná settum markmiðum. Ég legg mikla áherslu á fjölbreytni, góða líkamsbeitingu og að æfingarnar séu einstaklingsmiðaðar. Hvort sem þú ert byrjandi og þarf að koma hreyfingu inn í daglega rútínu eða vilt ná meiri árangri með skemmtilegum og fjölbreyttum æfingum, þá endilega hafðu samband því möguleikarnir eru fjölmargir. Einnig tek ég að mér að leiðbeina með holla og góða næringu ásamt fjarþjálfun. 

Kynntu þér möguleikana sem eru í boði og ég aðstoða þig við að ná settum markmiðum.

 

Þjálfunartími:

Alla daga milli kl. 06:00 - 16:00 í Lambhaga.

 

Menntun:

B.Sc. gráða í íþróttafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

 

Reynsla: 

Einkaþjálfari og hóptímakennari í Hreyfingu heilsulind síðan 2011

Íþróttakennari í leik- og grunnskóla 

Fitness ráðstefna í New York 2015 

Hef setið ýmis námskeið sem tengjast þjálfun og heilbrigðum lífstíl

 

Facebook: Árný Andrésar

Hafðu samband:

Sími: 8473525

Netfang: arny.andresdottir@gmail.com

Hinrik Stefánsson

Ég er einka- og hlaupaþjálfari. Ég býð upp á einka- og hópþjálfun sem er sérsniðin fyrir þau sem eru að stunda hlaup. Hvort sem það eru götu- eða utanvegahlaup. Tek að mér hlaupara á öllum getustigum. Þjálfunin hentar fyrir alla hlaupara sem vilja auka grunnstyrkinn, hlaupahagkvæmni eða minnka líkur á meiðslum. Einnig er í boði einkaþjálfun sem tekur mið af sértækum markmiðum.

 

Megin áhersla er lögð á sérhæfðan styrk og þá sérstaklega á þá vöðva og vöðvahópa sem notaðir eru mest í hlaupi. Markmiðið er að auka vöðvastyrkinn og vöðvaþolið þannig að þú getur haldið út lengur á öllum hraðastigum.

 

Menntun:

ÍAK einkaþjálfari 2014 

B.A. í Mannfræði frá H.Í

 

Reynsla:

Einkaþjálfari í Spörtu síðan 2015 

Hlaupaþjálfari Hlaupahóps Stjörnunnar 2016-2018 ásamt því að vera með styrktarjálfunartíma fyrir hópinn

Byrjendanámskeið Hlaupahóps Stjörnunnar og Skokkhóps Álftaness

 

Facebook síða: Hlaupaform

Hafðu samband:

Sími: 8928991

Netfang: hinrikjon@hotmail.com

Silja Björk Þórðardóttir

Ég tek að mér einkaþjálfun fyrir 1-4 manns fyrir alla aldurshópa, byrjendur sem og lengra komna.

Býð einnig upp á fjarþjálfun.

Áhersla er lögð á einstaklegsmiðaða þjálfun til þess að ná þínum markmiðum. Ég einblíni á að auka styrk og bæta líkamsstöðu sem og almenna heilsu og líðan.

 

Þjálfa í Holtagörðum og Lambhaga.

Menntun:

Ég er útskrifaður einkaþjálfari með EREPS vottaða gráðu frá Íþróttaakademíu Keilis.

Hafðu samband:

Sími: 6931582

Netfang: siljatraining@gmail.com

Hjalti Már Kárason

Tek að mér einkaþjálfun, hópþjálfun og fjarþjálfun fyrir alla aldurshópa. Ég vil hjálpa þér að ná þínu markmiði, hvort sem það er að grennast, bæta þol, byggja upp vöðva eða styrkja líkamann almennt.

 

Þjálfa í öllum stöðvum.

 

Menntun:

World Class einkaþjálfararéttindi

Kennsla í hópþjálfun, spinning og styrktarþjálfun til margra ára

 

Reynsla: 

10 ár sem þjálfari

Hafðu samband:

Sími: 867-3531

Netfang: hjaltimar77@gmail.com

Sigrún María Grétarsdóttir

Tek að mér einkaþjálfun, paraþjálfun og hópþjálfun í Urðarhvarfi, Salalaug, Kópavogslaug og Ásvallalaug

Þjálfa fólki á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna. Tek einnig að mér að þjálfa ófrískar konur.

Ég er með góða þekkingu á alhliða líkamsrækt, vöðvauppbyggingu, fitubrennslu, þolþjálfun og liðeika. Ég legg mikinn metnað í að kenna rétta tækni og líkamsbeitingu. Heilbrigður lífstíll er mitt helsta markmið.

 

Menntun:

Einkaþjálfararéttindi frá Einkaþjálfaraskóla World Class

A, B og C námskeið í fimleikaþjálfun hjá Fimleikasambandi Íslands

Hafðu samband:

Sími: 6963208

Netfang: sigrunmariag@gmail.com

Rakel Orra

Tek að mér einkaþjálfun, hópaþjálfun og fjarþjálfun.

 

Legg mikla áherslu á hugarfar, vellíðan á æfingum og persónulega og skemmtilega þjálfun. Þjálfa fólk á öllum aldri, byrjendur jafnt sem lengra komna og tek einnig að mér þungaðar konur í þjálfun.

 

Menntun:

Einkaþjálfari frá International Sports Science Association.

 Hafðu samband:

Netfang: rakel@reebokfitness.is

Ólöf Björnsdóttir

Tek að mér byrjendur og lengra komna í hópþjálfun og einkaþjálfun.Fjölbreyttar æfingar með lóð og eigin líkamsþyngd. Legg áherslu á heilbrigðan lífstíl og engar öfgar í æfingum né mataræði. Vel hreint fjölbreytt fæði án fæðubótarefna.

 

Þjálfa eingöngu á Tjarnarvöllum.

 

Reynsla:

Hef kennararéttindi í fimm kerfum frá LesMills.

Er menntaður Íþróttafræðingur. Bs í Íþrótta og heilsufræðum frá HR.

Hef unnið við einkaþjálfun síðustu 15 ár.

Hafðu samband:

Netfang: olof@holltherognu.is

Sóley Jóhannsdóttir - í leyfi

Vilt þú komast í alhliða gott form og hafa gaman af því?

Viltu koma þér upp heilbrigðum lífsstíl og verða hraustari og sterkari útgáfa af sjálfri/um þér?

Ég vil hjálpa þér að ná þínum markmiðum.

 

Ég tek að mér einkaþjálfun, hópeinkaþjálfun og fjarþjálfun.

Ég einstaklingsmiða þjálfunina eftir þínum markmiðum, leiðbeini þér með matarræði og veiti þér hvatningu og eftirfylgni.

Ég legg áherslu á góða líkamsbeitingu í æfingum.

 

Þú hefur einungis einn líkama,

Hlakka til að heyra í þér.

 

Menntun:

Einkaþjálfari frá Íþróttaakademíu Keilis 2013,

B.A. í Fatahönnun.

Kraftlyftinganámskeið hjá Dietmar Wolf.

Crossfit Level 1

 

Bakgrunnur:

CrossFit (4.5 ár.)

Lyftingar,

Fjallgöngur og útivist,

Fótbolti,

Sund ofl.

Hafðu samband:

Sími: 691-4622

Netfang: soleytraining@gmail.com

Guðmundur Eggert Gíslason

Ég tek að mér einkaþjálfun, paraþjálfun og fjarþjálfun. Áhersla er lögð á almennt hreysti og bætta líðan. Ég hef 11 ára reynslu af líkamsrækt og legg áherslu á persónulega þjálfun, fyrir byrjendur og lengra komna, sniðna að þeirra þörfum.

 

Þjálfa í öllum stöðvum.

 

Menntun:

ÍAK einkaþjálfari

ÍAK styrktarþjálfari

 

Facebook: GEK einkaþjálfun á facebook

Heimasíða: GEK einkaþjálfun 

Hafðu samband:

Sími: 770-0907

Netfang: gudmundur@gudmundur.org

Jenný Ósk Þórðardóttir

Ég býð upp á einka-, para- og hópþjálfun fyrir fólk á öllum aldri. Ég tek að mér byrjendur sem og lengra komna. Æfingarprógrammið er sniðið að þínum þörfum og þú kemst að því að það er ekki kvöð að æfa heldur ánægja að hreyfa sig á heilbrigðan hátt. Ég fylgi þér í gegnum alla æfinguna, kenni þér að gera æfingarnar rétt og leiðbeini þér. Fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar eru hafðar í fyrirrúmi og ég hjálpa þér að ná þínum markmiðum. Það er aldrei of seint að byrja! 

 

Menntun:

Meistarapróf í íþrótta- og heilsufræði frá Háskóla Íslands, 2016

Hafðu samband:

Netfang: jennythordardottir@gmail.com

Debora Ólafsson

Tek að mér einkaþjálfun, hópþjálfun og fjarþjálfun að aðstoða fólk að ná sínum markmiðum. Ég legg mikla áherslu á heilbrigðan lífsstíl og vellíðan.

 

Þjálfa í Holtagörðum og Kópavogslaug. 

 

I offer personal, group and online training to assist people to reach their individual goals, with focus on a healthy lifestyle and wellness.

 

Menntun: 

NPTC Nordic Personal Trainer Certification (Level 4) með Europe Active vottun

Fusion Fitness Academy Group Fitness Instructor - Hot Body, Core & Buttlift, Spinning instructor

 

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu Deboru.

Hafðu samband:

Sími: 7785720

Netfang: debora.olafsson@gmail.com

Laufey Ólafsdóttir

Þjálfun hjá mér byggist á alhliða nálgun á því hvernig má finna og fóta sig í heilbrigðum og góðum lífsstíl. 

Markmiðið er að þú öðlist skilning sem ýtir undir sjálfbjarga hugsun þegar kemur að hreyfingu og mataræði í daglegu lífi.  

Með því að auka skilning stuðlar það að sjálfstæðri hugsun í lífsstílsbreytingum og að öðlast vellíðan, bætt sjálfstraust, gott hugarfar og líkamlega og andlega heilsu til frambúðar. 


Menntun:
Einkaþjálfararéttindi frá American Council on Exercise (USA)  
Námskeið og fyrirlestrar um mataræði 
Sölu-, markaðs- og rekstrarstjórnun

Hafðu samband:

Netfang: ellothjalfun@gmail.com

Caryna Bolivar

Tek að mér einkaþjálfun og hópþjálfun (2-4) fyrir alla aldurshópa en er
auk þess með sérhæfða menntun í þjálfun eldriborgara.
Sem jógakennari hjálpa ég þér að líða betur líkamlega sem og andlega.
Ég hjálpa fólki að vera ánægt með sjálft sig. Góð þjálfun fyrir líkama og
sál.

 

Þjálfa í Holtagörðum, Kópavogslaug og Faxafeni.

I offer personal training and group training (2-4) for all ages and also
specialize in training Senior Citizens.
Also as a Yoga teacher I like to help my clients not only to feel good with
their bodies, but also to feel good with themselves. Training that is “good
for the body and good for the soul.”

Menntun:


ACE Certified Personal Trainer
ACE Senior Fitness Specialist
Jóga Kennari
Zumba Kennari
Reebok Hóptímakennaranámskeið
Tungumál: Íslenska, English, Español

 

Heimasíða : www.carynabolivar.com

Hafðu samband:

Sími: 863-7466

Netfang: carynab@gmail.com

Marcin Kazik

I am a personal trainer who wants to change your body shape, help you loose fat, improve fitness and muscle strength, and their expansion.

I focus on proper technique, exercise and proper diet selection. I want to help beginners, advanced of all ages.

I am an expert in diet and supplementation.

- The title of Instructor Sport - bodybuilding and fitness, Polish Sports Academy in Warsaw

Hafðu samband:

Sími: 773-4827

Netfang: marcinkazimierczuk3@wp.pl

Ólafur Geir Ottósson

Býð upp á einkaþjálfun, hópaþjálfun og fjarþjálfun fyrir byrjendur og lengra komna.

 

Þjálfa með heildstæðri nálgun og legg mikla áherslu á að kenna  undirstöðuatriði, tæknilega beitingu og tengingu hugar og líkama. Einnig að skoða lífstílinn í heild sinni og hugarfarslega nálgun.

 

Byggi þjálfun mína á hugmyndafræðinni, nálgun, skynjun, tækni og færni. (NSTF)

 

Markmið mitt er að gera þjálfunina markvissa, árangursríka og um fram allt örugga og þannig hjálpa viðskiptavinum að öðlast sjálfstæði, getu og færni til að geta unnið að meira krefandi þjálfun og ná og viðhalda árangri með breyttum lífstíl og jákvæðu viðhorfi til hreyfingar.

 

Þjálfa í Holtagörðum og Lambhaga. 

 

Menntun:

 

Er ACE einkaþjálfari og heilsunuddari

 

Heimasíða: www.nstf.is

Hafðu samband:

Sími: 696-7380

Netfang: olafur@nstf.is

Bjarni Steinar Kárason

Tek að mér einkaþjálfun, hópþjálfun og fjarþjálfun fyrir alla aldurshópa. Legg áherslu á hugarfarið sem er lykilinn að árangri til frambúðar.

 

Góð og persónuleg þjónusta sniðin að þér! 

 

Þjálfa í Kópavogslaug.

 

Reynsla: 

 

FIA einkaþjálfararéttindi

12 ára reynsla sem þjálfari

Kennsla í spinning og styrktarþjálfun í fjölda ára

Afleysingarkennsla í Yoga og slökun

Hef setið fjölda námskeiða sem tengjast andlegri og líkamlegri heilsu.

Hafðu samband:

Sími: 693-7590

Netfang: bjarnisteinar@gmail.com

Patricia Garcez

My training methods range from the absolute beginner to the extreme advanced, all according to client’s personal needs.I also keep track of the client’s food diary and provide personalized nutrition programs.    

I train in all of Reebok Fitness's stations.

 

Reynsla

BS í íþróttafræði frá Portúgal

 

Einkaþjálfari, hóptímaþjálfari og Les Mills þjálfari, Portúgal/Island

 

Vinnustofur í næringarráðgjöf, Portúgal,

 

Einkaþjálfararéttindi frá National Academy of Sports and Medicine, USA.

 

Næringarráðgjöf vinnustofa hjá Stanford University, USA.

 

Réttindi sem TRX kennari, USA, og Ketilbjöllu kennari, USA;

Hafðu samband:

Sími: 892-9568

Netfang: patricia.pt2015@gmail.com

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir

Ég býð upp á einka-, para- og hópþjálfun fyrir byrjendur sem og lengra komna. Ég hef mikinn áhuga á að hjálpa byrjendum að tileinka sér heilsusamlegan lífstíl. Í gegnum þjálfunina kenni ég byrjendum á þau verkfæri sem til þarf til að gera hreyfingu og heilbrigði hluta af sínu daglega lífi án öfga, boða og banna.

 

Ég bý einnig að góðri reynslu við bæði uppbyggingu og niðurskurð og get hjálpað þér að ná þínum markmiðum. 

Ég þjálfa í Holtagörðum, Lambhaga, Faxafeni og Urðarhvarfi.

 

Menntun:

ISSA einkaþjálfararéttindi

 

Reynsla:

Ég hef keppt í fitness síðustu ár og náð mjög góðum árangri

Hafðu samband:

Sími: 6666882

Netfang: inga_hronn@live.com

Ana Cate - í leyfi

I offer 1 on 1 personal training, group training (2-4 people), online training, nutrition coaching, and sports performance coaching.

Whether this is your first time in the gym or you already know your way around, I can help you make the changes you want to see- whether this is to lose body fat, gain muscle, improve your performance in your sport, or grow your confidence and self esteem.

I specialize in sports performance, where I can help you improve your strength, agility, explosiveness, and stamina. Let me help you take your game on the next level!

 

Available in any Reebok station.

 

Education/Certifications:

-B.Sc Exercise Science from Auburn University, USA

-ISSA Personal Trainer (USA)

-Crossfit Level I

        -Crossfit fimleika námskeið (2018)

EXOS Level 1 Performance Specialist (2018)

 

Experience:

- Styrktarþjálfari Stjörnunnar (2017-18)

-Crossfit Þjálfari (Crossfit Katla 2018-núna, Crossfit Sport 2017-2018)

-Fotbolti í Pepsi deild (Stjarnan 2015-núna, FH 2014)

-English, Íslenska, Espanol 

Hafðu samband:

Netfang: anavcate1@gmail.com

Sigurður Pálsson

Tek að mér einka- og hópþjálfun.

Fátt jafnast á við að vera frjáls í eigin líkama. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinna með styrk, jafnvægi, stöðugleika og ekki síst liðleika.

Ef maður vill æfa vel og lengi er mikilvægt að forðast meiðsli. Þess vegna legg ég mikla áherslu á meiðslaforvarnir.

Ég elska að hjálpa öðrum að ná markmiðum sínum og tel það algjört lykilatriði að hafa tilgang með öllum æfingum sem ég kenni.

Að mínu mati eiga æfingar að auka orku og vellíðan, fólk ætti að koma ferskara úr ræktinni en þegar það gekk inn.

 

Þjálfa í Faxafeni, Kópavogslaug, Tjarnarvöllum, Urðarhvarfi og Ásvallalaug.Menntun og reynsla:

ÍAK Styrktarþjálfari.

Svart Belti og 10+ ára reynsla sem iðkandi í Taekwondo.

4+ ára reynsla af þjálfun í Taekwondo og þrektímum.

DGI og DIF Fitnessinstruktor (Dönsk Einkaþjálfararéttindi).

Hafðu samband:

Netfang: siggipals97@hotmail.com

Benjamin Utrosa

Would you like to get in the best shape of your life, loss weight, build strength and muscles, decrease stress level and became more confident?
I will get you there with right movements and postures. Let’s do things right and avoid any injuries.
I like to train 1 on 1, so I can get the best out of clients. But I do also small groups from 2-4 persons.
By need I can also provide you with healthy meal plans.

Please do not hesitate to contact me.

I offer free appointment!

Train with me at Faxafeni, Lambhaga and Holtagörðum.

Education: 
AFP Personal Trainer 2018-Slovenia
AFP Nutrition Consultant 2018-Slovenia

Background:
Fitness
Running
Cycling

 

“Don’t dream your life, live your dreams.”

Hafðu samband:

Sími: 7682283

Netfang: utrosa.ben@gmail.com

Agris Trambickis

If your goal is to lose body fat, gain muscle mass, improve your endurance, balance, explosiveness and cardiovascular health or to just feel the endorphin rush that physical activity offers, welcome aboard. I put high emphasis on body weight training to achieve great core and spine stability. I also have many years of experience with weight training and nutrition plans. Individuals and small groups welcome.

 

I train in Lambhagi, Holtagarðar, Faxafen and Urðarhvarf.


Education: ACTIVEIQ LEVEL 3 PERSONAL TRAINER in England.
                   Many years of research and experimenting.

 

Website: http://trambickis.com/ 

Hafðu samband:

Sími: 7813639

Netfang: trambickis@outlook.com

Gunnar Pétur Harðarson

Tek að mér einkaþjálfun, hópþjálfun (2-4 saman) og fjarþjálfun fyrir alla sem viilja taka vel á því. Legg áherslu á rétta tækni og góðar æfingar sem bæta líkamlegan og andlegan líðan.  Ég geri sérhæfð prógrömm eftir þínum markmiðum og líkamlegu ástandi. Ég veit hvernig það er að byrja aftur í ræktinni eftir meiðsli þar sem ég hef sjálfur unnið mig úr bakmeiðslum með réttum æfingum og auknum styrk.

Sérhæfi mig í einstaklingum og íþróttamönnum með fötlun, styrktarþjálfun íþróttamanna, ásamt því að þjálfa upp byrjendur í ræktinni jafnt sem lengra komna og fólk sem glímir við meiðsli.

Endilega hafðu samband og við vinnum saman að því að ná þínum markmiðum.

 

Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Harðarson Einkaþjálfun

 

Þjálfa á Tjarnarvöllum og í Ásvallalaug.

Menntun:

ÍAK einkaþjálfari 2019
Stúdent af Íþróttabraut
Þjálfaramenntun ÍSÍ

Reynsla:

Þjálfari frjálsra íþrótta hjá ÍFR
Sundþjálfari hjá Firði
Þjálfari á Special Olympics 2019
Reynsla af prógrammagerð

Hafðu samband:

Sími: 8479087

Netfang: gunnipe91@gmail.com